Kistur úr Ösp

Árið 2013 smíðaði ég tvær kistur úr ösp frá Skógrækt ríkisins, Hallormsstað. Efnið var valið í kisturnar og þurrkað. Ekki er vitað til þess að áður hafi verið smíðaðar kistur úr ösp hér á landi en viðurinn hentar mjög vel í kistusmíði. Til þess að hægt sé að nota öspina í slíka smíði þarf að vinna hana í verksmiðju á borð við Límtrésverksmiðjuna á Flúðum. Skógræktarfélög víða um land eiga sagir til flettingar á trjábolum í borðvið. Þetta er áhugavert verkefni sem verðugt væri að skoða nánar en verksmiðja af þessu tagi gæti framleitt plötuefni í hentugum stærðum til þess að smíða kistur, duftker og krossa á leiði. Auk þess væri hægt að taka við sérpöntunum og framleiða hilluefni og borðplötur í stöðluðum stærðum svo eitthvað sé nefnt. Framleiðsla sem þessi hlýtur að teljast vistvæn þar sem allur úrgangur frá framleiðslunni er nýtanlegur og hægt er að skila honum aftur til skógarins, þá kurlað.

Hvað varðar staðsetningu verksmiðju sem þessarar tel ég landsbyggðina henta vel.